Beint í efni

Taktu prófið! Síg­ar­ett­ureyk­ingar

Með því að taka prófið kemstu að nokkrum áhugaverðum staðreyndum um sígarettureykingar. 

Sígarettureykingar

1 Þau sem hætta að reykja fyrir fertugt minnka líkurnar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90%.

2 Hver einasta sígaretta sem þú reykir minnkar lífslíkur þínar um 11 mínútur.

3 Reykingar eru þekkt orsök sex mismunandi tegunda krabbameina.

4 Miðaldra menn sem reykja eru í fjórfalt meiri hættu á að deyja úr hjartaáfalli.

5 Um 2.000 efni og efnasambönd eru í tóbaki og þar af um 30 krabbameinsvaldandi.

6 Það er ólöglegt fyrir börn að reykja á Íslandi.

7 Þegar reykt er innanhúss hverfa eiturefnin úr umhverfinu eftir að reykurinn gufar upp.

8 Börn þola ágætlega óbeinan sígarettureyk því þau eru svo ung og hraust.

9 Flestir reykingamenn reyna að hætta á mánudegi.

10 Hér á landi eru yfir 8.000 manns á lífi með lífsógnandi sjúkdóm af völdum reykinga.

11 Þau sem reykja fá fyrr grátt hár.

12 Reykingar hafa lítil áhrif á húðina.

13 Reykingar valda stinningarvandamálum hjá körlum.

14 Á hverju ári deyja 6 milljónir manna í heiminum af völdum reykinga.

15 Af öllum dauðsföllum vegna óbeinna reykinga eru um 10% börn.

16 Reykingamaður fer að meðaltali 365.000 sinnum í fráhvörf um ævina.