Kraftur: Kröfug strákastund
Í tilefni af Mottumars, Krabbameinsfélags Íslands, ætlar Kraftur að halda Kröftuga strákastund miðvikudaginn, 26. mars, kl.19:30-21:00 í salnum á Vinnustofu Kjarvals.
Í tilefni af Mottumars, Krabbameinsfélags Íslands, ætlar Kraftur að halda Kröftuga strákastund miðvikudaginn, 26. mars, kl.19:30-21:00 í salnum á Vinnustofu Kjarvals.
Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur deila sögum sínum, auk þess sem slegið verður á létta strengi.Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts.
Matti Ósvald, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins og Þorri Snæbjörnsson, umsjónarmaður Stuðningsnetsins hjá Krafti, munu leiða þessa kraftmiklu strákastund.
- Facebookviðburður: https://fb.me/e/4RQ8P3xW1
- Nánari dagskrá verður auglýst fjótlega.
Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.