Kastað til bata 2025
„Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.
Þetta skemmtilega verkefni er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini.
Verkefnið sem hófst árið 2010, er hugmynd frá Bandaríkjunum, „Casting for recovery“, og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini.
Markmið veiðiferðarinnar er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í fallegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og er ávallt tekið mið af líkamlegri getu þeirra.