Kastað til bata
„Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.
Verkefnið sem hófst árið 2010, er hugmynd frá Bandaríkjunum, „Casting for recovery“, og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini.
Umsóknarfrestur fyrir 2024 liðinn
Ferð ársins 2024 var í Langá á Mýrum 19.-21. maí og gátu 12-14 konur tekið þátt. Þessi ævintýraferð var þátttakendum að kostnaðarlausu.
Við hvetjum áhugasamar að fylgjast með næsta vor en umsóknarfresturinn í ár var til 10. apríl 2024.
Í umsókninni þarf m.a. að koma fram hvenær meðferð lauk (mánuður og ár), ásamt stuttum texta um hvers vegna umsækjandi vill taka þátt í verkefninu og hvernig hún metur líkamlegt ástand sitt til þess að taka þátt í endurhæfingarverkefni á borð við þetta.
Nánari upplýsingar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast í þessum ferðum og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar í þessum aðstæðum. Og þó að umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.
- Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu
Umsagnir frá þátttakendum
„Þetta var sannkallað ævintýri frá upphafi til enda.“
„Frábær ferð í alla staði, gott að hitta konur sem hafa gengið í gegnum sambærilega hluti og fá upplýsingar um þeirra ferli.“
„Þvílíkt flott hópefli. Bý að þessu um ókomna tíð. Yndislegur hópur.“
Stuðningur styrktaraðila skiptir höfuðmáli til að gera þetta skemmtilega endurhæfingarverkefni að veruleika.
Nánari upplýsingar um verkefnið fást hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í gegnum netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
- Umfjöllun um Kastað til bata verkefnið á Visir.is: „Fluguköst til að styrkja líkama og sál“
- Viðtal við Hildi Baldursdóttur í Morgunblaðinu sem tók þátt í Kastað til bata verkefninu árið 2015
- ,,Nauðsynlegt að leita batans", Þuríður Jana Ágústsdóttir, þátttakandi 2024
- ,,Dekrað við okkur í tætlur", Guðbjörg Þorsteinsdóttir, þátttakandi 2024.