Gleðigjafi eða fýlupoki?
Krabbameinsfélag V-Skaftafellssýslu býður til fyrirlestrar í samvinnu með kvenfélögin á svæðinu og SVSK.
Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki? er spurning sem Ragnhildur Vigfúsdóttir stóð frammi fyrir. Hún leitaði í verkfærakistu jákvæðrar sálfræði og deilir með hlustendum því sem reyndist henni gagnlegt í baráttunni við fýluna.
Krabbameinsfélagið V-Skaftafellssýslu, kvenfélögin og SVSK bjóða þér á þennan fyrirlestur og hvetja þig til að bjóða vinum með!
Víkurskóli þriðjudaginn 18.mars kl. 19:30.
Aðgangur ÓKEYPIS og allir velkomnir!