Málþing í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna
„Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabbameinsfélagið býður til í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.
Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 21. september, í húsi Krabbameinsfélagsins, þar sem við ræðum vísindin á mannamáli.
Málþingið hefst kl.16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl.18:00.
Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.
Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg.
Skráning á málþingSkráning í þátttöku í veggspjaldakynninguMálþingingu verður streymt í streymisveitu KrabbameinsfélagsinsDagskrá:Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli - Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á LaugumVísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Áfram veginn - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs KrabbameinsfélagsinsVísindafólk segir frá rannsóknum sínum - Valgerður Jakobína Hjaltalín og Jón Þórir ÓskarssonVísindi og rannsóknir í krabbameinsþjónustu á Landspítala frá sjónarhóli sérfræðings og notanda - Dr. Sigurdís Haraldsdóttir, dósent við læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítala og Stefán Heiðar Brynjólfsson
Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Að loknum erindum flytjum við okkur upp á 4. hæð þar sem fjölbreyttar krabbameinsrannsóknir verða kynntar á veggspjöldum og gestum bjóðast veitingar.
Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.