Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig
Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.
Þann 20. janúar sl. hófst göngu- og fróðleiksnámskeið í samstarfi Krabbameinsfélagsins og Ferðafélags Íslands. Námskeiðið er ætlað þeim sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra.
Gengið er vikulega víða á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Göngurnar hafa mælst mjög vel fyrir og eru rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu.
Búið er að fara í 4 af 21 göngu og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig. Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Námskeiðið mun standa alveg fram í júní.
Meðal helstu markmiða Krabbameinsfélagsins er að bæta lífsgæði fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Heilnæm útivist getur stuðlað að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferða vegna þess. Einnig er félagsskapur við aðra sem eiga svipaða reynslu að baki mjög jákvæður.
Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið og samstarfið.
Eftirtalin fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið og erum við afar þakklát fyrir stuðning þeirra: