Beint í efni

Upp­lýs­inga­fund­ur fyr­ir sam­starfs­að­ila Bleiku slauf­unnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í október sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum - Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar?

Upplýsingafundur fyrir fyrirtæki sem vilja vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar og fyrirtæki sem vilja heyra meira verður haldinn föstudaginn 8. september kl. 11:30 – 12:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning á kynningarfund.

Allt starf Krabbameinsfélagsins miðar á einn eða annan hátt að því að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fækka þeim sem deyja og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja skiptir miklu máli því allt starf félagsins byggir á söfnunarfé.