Beint í efni
Vísindasjóður

Opnað hef­ur ver­ið fyr­ir um­sókn­ir úr Vís­inda­sjóði Krabba­meins­fé­lags­ins

Umsóknafrestur er til og með 3. mars. Vísindafólk hefur lýst því að stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafi verið bylting í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að efla rannsóknir hérlendis á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Vísindafólk hefur lýst tilkomu sjóðsins sem byltingu í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Frá árinu 2017 hafa 58 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga fengið styrki úr sjóðnum, alls 562,4 milljónir króna.

Á þessu ári er stefnt að því að 30% úthlutunar fari til klínískra rannsókna. Sérstaklega er hvatt til umsókna vegna rannsókna á krabbameinum hjá börnum til samræmis við markmið sjóðs Kristínar Björnsdóttur, sem var hluti af stofnfé Vísindasjóðsins.

  • Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna.
  • Sama verkefni getur fengið styrk að hámarki í þrjú ár.
  • Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 3. mars
  • Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is.
  • Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna hér.

Rynkeby-sjóður Samtaka krabbameinssjúkra barna (SKB)

Líkt og tvö síðastliðin ár er einnig auglýst eftir umsóknum um styrki úr Rynkeby-sjóði SKB til krabbameinsrannsókna sem snúa að börnum, samhliða úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Úr sjóðnum hafa 5 rannsóknir fengið styrki sem nema 36,8 milljónum króna, frá árinu 2023.

Farið verður með þær umsóknir á sama hátt og aðrar umsóknir í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins, eftir því sem við á, þannig að faglegar kröfur Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins gilda.

Sótt skal um þennan styrk á sérstöku eyðublaði.

Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna hér.

Vísindasjóðurinn er þungamiðja í því að efla krabbameinsrannsóknir á Íslandi. Áhrif sjóðsins eru fjölþætt en meðal annars þau að með styrkjum úr sjóðnum eflast rannsóknarhóparnir og styrkjast og verða samkeppnishæfari varðandi aðra styrki.  Það sást vel í úthlutun Rannís í janúar síðast liðnum.

Tveimur öndvegisstyrkjum var úthlutað og hlaut Margrét Helga Ögmundsdóttir annan þeirra, að upphæð 55 milljónir króna. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur styrkt rannsóknir hennar myndarlega á undanförnum árum.

Auk þess veitti Rannís fjóra styrki í flokki lífvísinda og  þrír þeirra voru veittir rannsakendum sem hlotið höfðu styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins, þeim  Pétri Orra Heiðarssyni, Ernu Magnúsdóttur og Krishna Kumar Damodaran. 

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins auglýsing 2025 lokaútgáfa