Beint í efni
Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna

Mál­þing: Al­þjóða­dag­ur krabba­meins­rann­sókna

Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabbameins­rannsókna þriðjudaginn 24. september, í húsi Krabbameinsfélagsins.

Málþingið hefst kl. 16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl. 18:00.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.

Dagskrá

  • Áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis á andlega heilsu - Inga Wessman
  • Nýjar nálganir við fylgiröskunum krabbameins - Þórhildur Halldórsdóttir
  • Varðveisla frjósemi hjá stúlkum sem fá krabbameinsmeðferð á barns- eða unglingsaldri – Gauti Rafn Vilbergsson
  • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Magnús Karl Magnússon
  • Umræður

Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir formaður Krabbameinsfélagsins

Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.

Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg. Sérstök skráning er líka fyrir þá aðila sem óska eftir að kynna veggspjald.