Málþing: Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna
Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna þriðjudaginn 24. september, í húsi Krabbameinsfélagsins.
Málþingið hefst kl. 16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl. 18:00.
Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.
Dagskrá
- Áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis á andlega heilsu - Inga Wessman
- Nýjar nálganir við fylgiröskunum krabbameins - Þórhildur Halldórsdóttir
- Varðveisla frjósemi hjá stúlkum sem fá krabbameinsmeðferð á barns- eða unglingsaldri – Gauti Rafn Vilbergsson
- Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Magnús Karl Magnússon
- Umræður
Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir formaður Krabbameinsfélagsins
Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.
Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg. Sérstök skráning er líka fyrir þá aðila sem óska eftir að kynna veggspjald.
Veggspjöld sem kynnt voru á málþinginu
- Aðlögun einstaklinga í virkri krabbameinsmeðferð og fjölskyldna þeirra að krabbameinsjúkdómi: Langtímarannsóknarsnið. Ásta B. Pétursdóttir, Háskóli Íslands.
- Áhrif krabbameinsvaldandi stökkbreytinga á byggingu, virkni og hreyfanleika umritunarþáttarins FOXA1. Kristinn Ragnar Óskarsson, Háskóli Íslands.
- DESI-MSI metabolomics fingerprinting for enhanced diagnostics using an Icelandic breast cancer cohort. Valdís Gunnarsdóttir Þormar, Háskóli Íslands.
- Hlutverk FGD5-AS1 í beinsarkmeinum. Linda ViðarsdóttirHáskóli Íslands
- Horfur BRCA2 arfbera með ER+ brjóstakrabbamein. Snædís Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.
- Hvert er hlutverk sjálfsáts í krabbameinsfrumum? Margrét Helga Ögmundsdóttir, Háskóli Íslands.
- Identification of candidate protein biomarkers in human plasma for early diagnosis of breast cancer by targeted protein assay. Kristrún Ýr Holm, Háskóli Íslands.
- Identification of enzyme modulators against cancer glycolysis. Jens Guðmundur Hjörleifsson, Háskóli Íslands.
- Increase in Breast Cancer Incidence in Iceland 1980 – 2020: Understanding the Trends - Research Proposal. Álfheiður Haraldsdóttir Rannsóknasetur - Krabbameinsskrá, KÍ.
- Meinvaldandi áhrif BRCA1 c.4096+3A>G breytingarinnar í eggjastokka- og brjóstakrabbameini. Bylgja Hilmarsdóttir, Landspítali.
- Nýgengi og dánartíðni krabbameina á Íslandi í 70 ár. Álfheiður Haraldsdóttir Rannsóknasetur - Krabbameinsskrá, KÍ.
- Ræktun örvefjalíkana frá briskrabbameinsfrumum. Bylgja Hilmarsdóttir, Landspítali.
- Utanfrumubólur sem nanólyfjaberar gegn þríneikvæðum brjóstakrabbameinum. Berglind Eva Benediktsdóttir, Háskóli Íslands.
- Virkjun ónæmiskerfisins gegn krabbameini. Gunnhildur Ásta Traustadóttir, Landspítali.
- Ættlægar fjölgenaerfðir brjóstakrabbameinsáhættu. Aðalgeir Arason, Landspítali.