Beint í efni
Bleikt málþing 2024

Bleikt mál­þing 14. októ­ber um lang­vinnt brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélags Íslands. 

Málþingið verður þriðjudaginn, 14. október, kl. 17:00 - 18:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Málþinginu verður einnig streymt. Öll velkomin. 

Á málþinginu verður fjallað um reynslu, réttindi og raunveruleika kvenna með langvinnt brjóstakrabbamein. Þrjár konur deila reynslu sinni, þar á meðal Thelma Björk, andlit og hönnuður Bleiku slaufunnar í ár. Læknir mun skýra fræðilega hlið ólæknandi brjóstakrabbameins auk þess sem rætt verður um réttindi og þann stuðning og þjónustu sem býðst hjá Krabbameinsfélaginu.  

Dagskrá:  

  • Setning 
    Ásta Einarsdóttir, stjórnarkona í Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna.
  • Hvað er ólæknandi brjóstakrabbamein? 
    Helga Tryggvadóttir, krabbameinslæknir á Landspítala. 
  • Stuðningur og ráðgjöf Krabbameinsfélagsins. Hvað er í boði? 
    Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá Krabbameinsfélaginu. 
  • Réttindi til framfærslu í langvinnum veikindum  
    Harpa Ásdís Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu. 
  • Reynslusaga - Röndótta slaufan 
    Sigurlín Ívarsdóttir. 
  • Reynslusaga - Ég og vinur minn (krabbinn) 
    Kristgerður Garðarsdóttir.  
  • Reynslusaga
    Thelma Björk Jónsdóttir, hönnuður Bleiku slaufunnar í ár. Hún hefur mjög persónulega tengingu við Bleiku slaufuna, en hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með krabbameini.
  • Málþingsslit
    Ásta Einarsdóttir. 

Fundarstjóri – Bára O’Brien Ragnhildardóttir verkefnastjóri og stjórnarkona hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins og Krafti.