Bleika slaufan er að seljast upp - nældu þér í eintak!
Hönnun Bleiku slaufunnar 2023 er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni.
Hönnun Bleiku slaufunnar
Hönnun Bleiku slaufunnar 2023 er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Verum bleik – fyrir okkur öll.
Nú eru fá eintök eftir af bleiku slaufunni 2023. Leggðu okkur lið og nældu þér í eintak fyrir bleika daginn 20. október.