Rangárvallasýsla
Krabbameinsfélag Rangárvallasýslu var stofnað 7. maí 1971 og endurvakið 15. apríl 1993.
Starfsemi
Krabbameinsfélag Rangárvallasýslu veitir krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.