Beint í efni
Skeggkeppni borði

Skegg­keppni Mottu­mars er haf­in

Skráning er hafin í Skeggkeppni Mottumars.

Skeggkeppnin er skemmtilegur hluti af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Þátttakendur skeggkeppninnar safna ekki aðeins skeggi heldur einnig áheitum og styðja þannig með ómetanlegum hætti við starf Krabbameinsfélagsins.

Árið 2024 tóku 360 karlar þátt í Skeggkeppninni og söfnuðu rúmlega 7 milljónum króna.