Lífsstíll og eggjastokkakrabbamein
Lífsstíll og eggjastokkakrabbamein
Hæð og þyngd
Líkt og fyrir brjóstakrabbamein og {{legbolskrabbamein}} þá eru ofþyngd, offita og það að vera hávaxin allt staðfestir áhættuþættir eggjastokkakrabbameins. Einnig eru vísbendingar um að brjóstagjöf gæti dregið úr líkum á meininu.
Embætti landlæknis gefur út m.a. ráðleggingar um mataræði ásamt svefni og hvíld sem gott er að styðjast við til að stuðla að hæfilegri líkamsþyngd.
Tíðahringur og frjósemi
Eftirtaldir þættir eru taldir auka líkur á eggjastokkakrabbameini:
- Að byrja á blæðingum fyrir 12 ára aldur
- Að fara seint í tíðahvörf (eftir 55 ára aldur)
- Að hafa ekki orðið barnshafandi
Ofangreindir þættir eru verndandi sé þeim öfugt farið þ.e. að byrja seint á blæðingum, fara snemma í tíðahvörf og að hafa orðið barnshafandi. Einnig er getnaðarvarnarpillan talin veita vernd en notkun tíðahvarfahormóna er talin auka líkurnar.
Ættarsaga
Stökkbreyting á BRCA1 og BRCA2 genunum auka líkur á eggjastokkakrabbameini.
Aðrir áhættuþættir eggjastokkakrabbameins
Reykingar auka líkur á eggjastokkakrabbameini.