Börn sem aðstandendur
Eitt af erfiðu viðfangsefnunum sem blasir við foreldrum þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein er að ákveða hvað eigi að segja börnunum. Óttinn um að valda þeim áhyggjum verður oft til þess að foreldrar veigra sér við að segja þeim frá. Mikilvægt er að hafa í huga að jafnvel lítil börn eru fljót að skynja þegar eitthvað er að. Að eiga þetta samtal við börnin er ekki auðvelt en þó nauðsynlegt.
Hjá Krabbameinsfélaginu er hægt að fá ráðgjöf um samskipti við börn sem eru aðstandendur og upplýsingar um hugsanleg viðbrögð þeirra.
Sérhæfðir ráðgjafar félagsins bjóða líka starfsfólki skóla og öðrum sem vinna með börnum ókeypis stuðning og ráðgjöf, ef þörf er á.