Sjónum beint að ólíkum batahorfum
Þorkell Guðjónsson sameindalíffræðingur leitar svara við því hvers vegna sumar konur með östrógen-viðtaka jákvætt brjóstakrabbamein svara meðferð verr en aðrar.
Brjóstakrabbamein sem tjá viðtaka fyrir kvenhormónið östrógen hafa almennt góðar batahorfur. Þó eru konur innan þessa hóps sem svara meðferð illa. Okkar niðurstöður gefa til kynna að yfirtjáning á ákveðinni RNA-sameind, miR-190b, hafi umtalsverð áhrif á batahorfur sjúklinga með östrógen-viðtaka jákvætt brjóstakrabbamein. Markmið þessa verkefnis er að skilgreina hvers vegna.
Þorkell Guðjónsson sameindalíffræðingur hlaut 5 milljóna króna styrk árið 2018 fyrir verkefnið Hlutverk miR-190b í þróun brjóstakrabbameins.
MYND/Kristinn Ingvarsson