Grunnur að framsýnni skráningu
Ásgeir Thoroddsen kortleggur leghálskrabbamein á síðustu áratugum á Íslandi.
Ásgeir Thoroddsen kvensjúkdómalæknir hlaut 1,5 milljóna króna styrk árið 2018 fyrir verkefnið Leghálskrabbamein á Íslandi.
„Í rannsókninni verða sjúkragögn allra sem hafa greinst með leghálskrabbamein á Íslandi á síðustu áratugum skoðuð og sjúkdómurinn kortlagður með tilliti til klínískra þátta; einkenni, greining, stigun, meingerð, meðferð og horfur. Að auki verða forstigsbreytingar sem leiddu til krabbameinsins skoðaðar og ferill að greiningu metinn með tilliti til gæða og árangurs leghálsskimunar á Íslandi. Rannsóknin mun leggja grunn að framsýnni skráningu leghálskrabbameina sem þegar er hafinn undirbúningur að.“