Geta erfðavísar spáð fyrir um framgang brjóstakrabbameins?
Inga Reynisdóttir rannsakar hvort erfðavísar tengist klínískum eða vefjameinafræðilegum þáttum.
Inga Reynisdóttir sameindalíffræðingur hlaut 2,1 milljónar króna styrk árið 2017 fyrir verkefnið Hlutverk microRNA á 8p12-p11 í framvindu brjóstakrabbameins.
„Krabbamein í brjóstum er algengasta krabbamein kvenna á Vesturlöndum. Breytingar í erfðaefni frumna geta leitt til brenglunar í erfðavísum sem ýta undir æxlismyndun. Rannsóknir okkar eru á æxlisvef úr brjóstum og beinast að því hvort slíkir erfðavísar tengist klínískum eða vefjameinafræðilegum þáttum sem geta sagt fyrir um framgang brjóstakrabbameins.“