Beint í efni

Geta erfða­vísar spáð fyr­ir um fram­gang brjósta­krabba­meins?

Inga Reynisdóttir rannsakar hvort erfðavísar tengist klínískum eða vefjameinafræðilegum þáttum.

Inga Reynisdóttir sameindalíffræðingur hlaut 2,1 milljónar króna styrk árið 2017 fyrir verkefnið Hlutverk microRNA á 8p12-p11 í framvindu brjóstakrabbameins.

„Krabbamein í brjóstum er algengasta krabbamein kvenna á Vesturlöndum. Breytingar í erfðaefni frumna geta leitt til brenglunar í erfðavísum sem ýta undir æxlismyndun. Rannsóknir okkar eru á æxlisvef úr brjóstum og beinast að því hvort slíkir erfðavísar tengist klínískum eða vefjameinafræðilegum þáttum sem geta sagt fyrir um framgang brjóstakrabbameins.“