Beint í efni

Taktu prófið! Sortu­æxli og önn­ur húð­krabba­mein

Mikilvægt er að fara varlega í sólinni, nota ekki ljósabekki og vera vakandi fyrir nýjum fæðingarblettum eða breytingum á þeim sem eru til staðar.

Myndskreyting sem sýnir húðina

1 Það er nær alltaf hægt að lækna húðkrabbamein ef það greinist á snemmstigum.

2 Húðkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á Íslandi.

3 Húðkrabbamein er eitthvað sem ungt fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af.

4 Ljósabekkir eru ekki jafnhættulegir og sólin.

5 Fólk sem er dökkt á hörund fær ekki húðkrabbamein.

6 Auðvelt er að þekkja húðkrabbamein, það byrjar alltaf sem dökkleitur blettur.

7 Því lengur sem ég er í sólinni því betur venst húðin henni og líkur á húðkrabbameini minnka.

8 Eingöngu þarf að huga að því að verja húðina gegn útfjólubláum geislum.

9 Að hafa brunnið á húð fyrir 18 ára aldur eykur hættu á húðkrabbameini.

10 Því hærra sem ég geng á fjöll því minni líkur eru á að brenna.

11 Skýin veita EKKI örugga vörn fyrir sólargeislum.

12 Maður finnur það þegar maður er að brenna því þá hitnar húðin.

13 Brúnkukrem eru öruggari en sólböð og ljósabekkjanotkun

14 Húðkrabbamein myndast eingöngu á þeim húðsvæðum sem útfjólubláir geislar hafa skinið á.

EIN­KENNI

Ef þú ert með einkenni sem þú telur að geti bent til húðkrabbameins ættir þú að leita til heimilislæknis eða húðsjúkdómalæknis.