Beint í efni

Fit&Run 2024

FIT & RUN er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans.   

Vegna endurbóta verður sýninginn að þessu sinni í minni Höllinni. Krabbameinsfélagið verður með bás nr. J-4 og eru gestir hvattir til að líta við. Sérstaklega hvetjum við þá sem hlaupa fyrir félagið að koma við og þiggja vandaðan hlaupabol að gjöf.

Kort

Sýningin er opin sem hér segir:

  • Fimmtudagur, 22. ágúst frá kl. 15:00  – 20:00 
  • Föstudagur, 23. ágúst, frá kl. 14:00 - 19:00  

Sýningin er opin öllum. Líka þeim sem eru ekki að fara að hlaupa, en vilja kynna sér allt það nýjasta á markaðinum og gera góð kaup, en sýnendur hafa verið mjög duglegir að bjóða upp á góða afslætti á vörum og þjónustu meðan á sýningunni stendur. 

Fyrir þá sem ekki eru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið er miðaverðið kr. 950 og rennur kr. 200 af hverjum seldum miða í pott sem eitt góðgerðarfélag á sýningunni hlýtur.