Beint í efni
Styrkleikarnir

Styrk­leik­arn­ir á Eg­ils­stöð­um 31. ág­úst - 1. sept­em­ber

Styrkleikarnir snúast um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. Viðburðurinn er öllum opinn og þátttaka er ókeypis.

Styrkleikarnir fara fram í annað sinn á Egilsstöðum helgina 31. ágúst - 1. september. Viðburðurinn er nokkurs konar boðganga, eða boðhlaup eftir atvikum, sem stendur samfleytt í 24 stundir og er táknrænn að því leyti að enginn fær hvíld frá krabbameini á neinum tíma sólarhringsins.

Við hvetjum öll til að hóa saman sínu fólki og mynda hóp fyrir Styrkleikana. Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja sýna stuðning í verki og þátttaka er ókeypis.

Fjölskyldur, fyrirtæki, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið, safna áheitum og vinna saman að því að hafa liðsfélaga á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Áheitin renna óskert til krabbameinsfélaganna.

Styrkleikarnir er alþjóðlegur viðburður sem fer fram árlega á yfir 5.000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim.

Sjá nánar um Styrkleikana.