Beint í efni
Óttinn við að endurgreinast

Ótt­inn við að end­ur­grein­ast (1/2) - á net­inu

Óttinn við að greinast aftur með krabbamein er mjög algengur meðal fólks sem lokið hefur krabbameinsmeðferð.

Óttinn við endurgreiningu getur skert lífsgæði, aukið vanlíðan og dregið úr getu fólks til að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig getur fólk upplifað fjölda líkamlegra einkenna sem rekja má til þessa ótta.

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hvað felst í þessum ótta, hvaða einkenni fólk finnur fyrir, og leiðir til þess að takast á við óttann við að endurgreinast.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið krabbameinsmeðferð og hafa upplifað ótta við að endurgreinast.

Námskeiðið fer fram á netinu. Það er í tveimur hlutum, miðvikudagana 15. og 22. janúar kl. 14:00 – 15:30.

Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins.

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.

UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA

Þau eru mjög góð námskeiðin og fyrirlestrarnir sem þið hafið boðið uppá og hefur það reynst mér mjög vel að nýta mér það sem ég hef getað nýtt mér.

Það var mjög gott og fræðandi að fá hugmyndir til að vinna með þegar endurgreiningaróttinn segir til sín.

Mér hefur alltaf fundist ég vera að taka pláss vegna þess að ég þurfti ekki að fara í geisla né lyfjameðferð eftir að mitt illkynja mein var fjarlægt, þannig að LOKSINS fann ég svör sem mig hefur vantað❤️og fullt af nýjum verkfærum til að nýta mér þegar óttinn og kvíðinn eru að narta í mig.
Bestu þakkir fyrir frábært námskeið.