Beint í efni
Jóga Nidra

Opn­ir tím­ar í Jóga Nidra, alla þriðju­daga

Opnir tímar í Jóga Nidra, djúpslökun og hugleiðslu. 

Jóga Nidra er öflug leið til að kyrra hugann, losa um streitu og auka vellíðan. Iðkunin fer fram í liggjandi slökunarstöðu en hljóðfæri koma einnig við sögu til að dýpka upplifunina. Ávinningurinn getur verið jákvæð og víðtæk áhrif á líkamlega og andlega líðan.

Tímarnir eru ætlaðir þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Leiðbeinendur eru Auður, Lóa Björk og gestakennarar

Tímarnir eru alla þriðjudaga í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, kl. 11:00 - 11:45. ATH. einnig er boðið upp á tíma á fimmtudögum.

Skráning nauðsynleg á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040Ekkert þátttökugjald.