Beint í efni
Börn hugleiðsla

Nám­skeið: Hug­leiðsla og sjálfs­styrk­ing fyr­ir börn 6-9 ára (tvö skipti)

Námskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára þar sem aðstandandi hefur greinst með krabbamein

Námskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára þar sem aðstandandi hefur greinst með krabbamein. 

Hugleiðslan og þær aðferðir sem kenndar verða í tímunum miða að því að skapa innra jafnvægi og styrkja sjálfsmyndina. Aðgangur að vefsíðunni heillarstjarna.is fylgir með þátttöku en síðan býður upp á fjölbreyttar hugleiðslu og slökunaræfingar fyrir börn. 

Námskeiðið er í tveimur hlutum, fimmtudagana 14. og 21. nóvember kl. 14:00 - 15:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8.

Leiðbeinandi er Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari og hugleiðsluleiðbeinandi. 

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.