Námskeið: Heilnæm útivist og fræðsla (6/21)
Vikulegar göngur í samvinnu við Ferðafélag Íslands þar sem fléttaðar eru ýmiskonar fróðleikur um náttúru og sögu.
Heilnæm útivist - andleg og líkamleg heilsubót!
Annað árið í röð býður Krabbameinsfélagið, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, upp á vikulegar göngur. Námskeiðið býðst öllum sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra.
Markmiðið er að njóta hollrar útivistar, fræðslu og félagsskapar við fólk sem deilir reynsluheimi og stuðla þannig að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess.
Umsjónarmenn og fararstjórar eru sem fyrr þau Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir frá Ferðafélagi Íslands.
Námskeiðið hófst 18. janúar og stendur fram í júní.