Mannamál - karlar og krabbamein (1/4)
Námskeið fyrir karla sem eru með krabbamein eða hafa lokið krabbameinsmeðferð.
Kjörið tækifæri til að hitta aðra karla í svipuðum sporum, samhliða því að fá fjölbreytta fræðslu og gagnleg bjargráð.
Námskeiðið er í fjögur skipti, mánudagana 17. mars til 7. apríl kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.
Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.