Jólanámskeið: Lærðu að lita þín eigin aðventukerti.
Höfum það huggulegt á aðventunni. Komum saman og litum okkar eigin aðventukerti, borðum piparkökur, drekkum heitt kakó og hlustum á jólalög.
Vinnustofa Hjartastaðar mun leiða vinnuna og kenna hverjum og einum að lita sín eigin aðventukerti.
Námskeiðið er 27. nóvember frá kl. 14:00 - 16:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.
Þátttökugjald er 2.000 kr. Takmarkaður sætafjöldi.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum.
Innifalið er:
- 2 pakkar af ólituðum aðventukertum (4 kerti í pakka)
- Litað vax til að dýfa kertunum í og lita.
- Vax með glimmeri - gull/silfur.
- Allt til innpökkunar á kertunum.
Hægt verður að kaupa auka pakka með fjórum kertum á staðnum á 2.500 kr.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.