Fluguhnýtingar alla mánudaga
Er ekki kjörið að hnýta sínar eigin flugur?
Krabbameinsfélagið býður upp á opna tíma í fluguhnýtingum ætlaða þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum hvort sem þau hafa aldrei prófað að hnýta flugu eða eru reynslumeiri í faginu.
Öll verkfæri og efni verða á staðnum og það þarf ekkert að taka með sér til þess að geta tekið þátt. Ekki er nauðsynlegt að sitja allan tímann heldur getur hver og einn mætt þegar hentar á milli kl. 11:00 og 13:00. Ekki þarf að skrá sig og það er engin skuldbinding, má líka mæta í eitt skipti og prófa.
Fluguhnýtingarnar eru alla mánudaga frá klukkan 11:00 – 13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.