Einbeiting og minni (1/2)
Námskeið fyrir þau sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um minnið og læra að nýta sér mismunandi minnistækni.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur.
Einbeiting og minni er í tveimur hlutum, miðvikudagana 12. og 19. mars kl. 13:00 - 14:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.