Beint í efni
Bleik ganga á Úlfarsfell

Bleik ganga á Úlf­ars­fell

Ferðafélag Íslands hvetur öll til að sýna samstöðu og mæta í bleiku gönguna miðvikudaginn 23. október kl. 18.

Hreyfing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna. Með því að huga að heilbrigðum lífsstíl og reglulegri hreyfingu, er hægt að draga úr ýmsum kvillum og bæta lífsgæði.

Líkamleg áreynsla og virkni hefur að auki fjölmörg önnur jákvæð áhrif á almennt heilsufar og er eitt það allra mikilvægasta sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði okkar

Forseti Ferðafélags Íslands, Ólöf Kristín Sívertsen og
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins munu segja nokkur orð áður en ganga hefst.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Brottför kl. 18 frá bílastæðinu, Úlfarsárdals megin.

Fararstjórar frá Ferðafélagi Íslands .

Styrkjum Krabbameinsfélag Íslands

Ferðafélag Íslands mun styrkja Krabbameinsfélagið um 500 kr fyrir hverja mynd sem tekin er við Bleiku Slaufuna á tindi  Úlfarsfells þann 23. október.

  • Það eina sem þú þarft að gera er að taka mynd af þér við bleiku slaufuna og merkja Ferðafélag Íslands á Instagram  #ferdafelagislands ( ein mynd á mann)
  • Með því að tagga/ merkja Ferðafélag Íslands á Instagram, gætir þú unnið sumarleyfisferð fyrir einn hjá Ferðafélagi Íslands árið 2025.
  • Bleika slaufan verður uppi á Úlfarsfellinu (pallur)  frá kl. 10 - 20 þann 23. október.