Beint í efni
Bætt rútína, betri svefn, betri líðan

Betri rú­t­ína, betri svefn, betri líð­an á ZOOM (fjög­ur skipti)

Fjögurra vikna námskeið þar sem lögð er áhersla á að bæta svefnrútínu, stuðla að góðum svefnvenjum og þar með betri svefni og líðan.

Farið verður yfir áhrif streitu og ýmissa lífsstílstengda þátta á svefn og líðan. 

Þátttakendur fá verkfæri í hverri viku sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn og geta einnig fengið einstaklingsmiðaðar ráðleggingar. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Námskeiðið fer fram á ZOOM, fjóra fimmtudaga kl. 13:00 – 14:30. Það hefst 24. október og því lýkur 14. nóvember.  

Leiðbeinandi er Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur hjá Betra svefni. 

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.