Betri rútína, betri svefn, betri líðan (3/5)
Fimm vikna námskeið þar sem lögð er áhersla á að bæta svefnrútínu, stuðla að góðum svefnvenjum og þar með betri svefni og líðan.
Farið verður yfir áhrif streitu og ýmissa lífsstílstengda þátta á svefn og líðan.
Þátttakendur fá verkfæri í hverri viku sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn og geta einnig fengið einstaklingsmiðaðar ráðleggingar.
Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.
Námskeiðið er vikulega í fimm skipti, miðvikudagana 29. janúar til 26. febrúar kl. 13:00 – 14:30, í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8.
Leiðbeinandi er Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur hjá Betra svefni.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.
UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA
Var gott að koma rútínu á svefn vakna á sama tíma og sofna á sama tíma.
Ég mun mæla með því að fólk nýti sér þetta námskeið ef svefnvandamál eru fyrir hendi, ég hætti að nota útvarp og skjá nokkru fyrir svefn og fór fram í stað þess að liggja andvaka og það virkaði vel.