Að mæta sér með aukinni sjálfsmildi (1/5)
Námskeið á netinu þar sem áhersla er lögð á að þjálfa samkennd í eigin garð og mæta sér með aukinni sjálfsmildi.
Unnið verður með með þrjá lykilþætti; núvitund, sameiginlega mennsku og góðvild í eigin garð. Aukin vitund um þessa þrjá þætti og þjálfun þeirra styður við okkur á erfiðum stundum.
Núvitund hjálpar okkur að vera meðvituð um líðandi stund og að gangast við því sem er.
Sameiginleg mennska hjálpar okkur að vakna til vitundar um hvernig við tengjumst öll og erum ekki ein, heldur öll á sama báti.
Góðvild í eigin garð hjálpar okkur að mæta erfiðleikum og okkur sjálfum út frá því sem við raunverulega þurfum á að halda.
Námskeiðið stendur yfir í fimm skipti á netinu, mánudagana 3. febrúar til og með 3. mars.
Leiðbeinandi er Anna Frostadóttir, sálfræðingur.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.
UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA
Ég bara á ekki til orð til að lýsa þakklæti mínu og hvað þetta var dýrmæt stund með hinum.
Námskeiðið veitir manni ýmis verkfæri sem m. a. gagnast ef skuggar sækja á sálina.
Námskeiðið opnaði augun mín fyrir því að ég var að skapa stóran hluta af mínum kvíða með því að setja meiri kröfur og dæma sjálfan mig meira en aðra í kringum mig. Sjálfsmildi var því það sem ég náði að bæta til muna með þessu námskeiði.