Þjónusta í heimabyggð
Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 27 og starfa hringinn í kringum landið.
Starfsemin er mismunandi á milli félaga, en öll eiga þau það sameiginlegt að vinna í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið býður einnig upp á viðtöl við ráðgjafa á nokkrum stöðum á landinu með reglulegum heimsóknum. Ráðgjafi frá Krabbameinsfélaginu er með starfsstöð hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, 2. hæð. Þú getur getur kíkt í kaffi eða bókað tíma í síma 461 1470 eða með tölvupósti á kaon@krabb.is.
Áttu leið í bæinn?
Krabbameinsfélagið er staðsett í Skógarhlíð 8, 108 Reykjavík. Þú getur kíkt til okkar í kaffi eða pantað viðtal hjá ráðgjafa ef þú átt leið í bæinn. Við tökum vel á móti þér og gerum okkar besta til að liðsinna þér, sýna þér hvað er í boði og finna út hvað gæti gagnast þér.
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.