Fjarviðtöl og fjarnámskeið
Þjónusta Krabbameinsfélagsins stendur öllum landsmönnum til boða, hvar á landinu sem er.
Með öruggum fjarfundabúnaði er auðvelt að hitta ráðgjafa hvar sem er. Einnig er boðið upp á símaviðtöl í síma 800 4040 fyrir þau sem kjósa það frekar.
Reglulega er boðið upp á fjarnámskeið sem ætluð eru þeim sem ekki hafa tækifæri til að mæta á staðinn. Markmið félagsins er að flest erindi og málþing séu einnig í boði í streymi.
Gagnlegar upplýsingar
Á vefsíðu okkar www.krabb.is er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar, dagskrá félagsins og fræðslu.
Við bendum einnig á hlaðvarp Krabbameinsfélagsins sem er bæði á vefsíðunni okkar og Spotify, en þar er hægt að hlusta á ýmis erindi og fróðleik.
Slakaðu á heima
Rannsóknir sýna að markviss slökun getur dregið úr kvíða og stuðlað að vellíðan og jafnvægi. Í hlaðvarpi Krabbameinsfélagsins á heimasíðu okkar krabb.is og á Spotify er hægt að hlusta á slökun.
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.