Beint í efni
Uppboðið

Upp­boð til styrktar Bleiku slauf­unni

Öflugir listamenn hafa hannað stuttermaboli sem boðnir eru upp til styrktar Bleiku slaufunni.

Í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar á Íslandi var sett upp sérstök afmælissýning 5. - 12. október, í Loftskeytastöðinni, þar sem sjá mátti allar Bleikar slaufur Krabbameinsfélagsins frá upphafi.

Samhliða sýningunni fékk María Theodora Ólafsdóttir, búningahöfundur og forstöðumaður Loftskeytastöðvarinnar, listamenn og hönnuði til að myndskreyta boli til að selja á uppboði til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Máttu þau velja að myndskreyta bolina í anda Bleiku slaufunnar eða í kringum svarið hennar Vigdísar við spurningu frá blaðamanni sem spurði hana þegar hún var í framboði til forseta Íslands árið 1980, hvort það myndi há henni í starfi að vera bara með eitt brjóst? Vigdís var fljót til svara og sagði: „Það stóð nú aldrei til að hafa íslensku þjóðina á brjósti.

Allir geta tekið þátt í uppboðinu!

Uppboð á bolum hefst á Bleika deginum 23. október og stendur til 31. október. Þar gefst tækifæri til að styrkja Krabbameinsfélagið á skemmtilegan hátt.

Hugleikur
Shoplifter
Bolir