Þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum
Það er svo sannarlega brosað breitt hér í Skógarhlíðinni í dag eftir frábært Mottumarshlaup í gær. Alls tóku 619 manns þátt í hlaupinu og var stemmingin einstök.
Mottumarshlaupið náði þar með þeim áfanga að vera eitt af stærstu 5 km götuhlaupunum hérlendis, sem við erum afar stolt af þar sem fyrsta Mottumarshlaupið var hlaupið í fyrra.
Mottumarshlaupið var ræst frá Fagralundi í Kópavogi og 5 km hringur farinn á þeim hraða sem hver og einn kaus, á tímatöku eða ekki, svo mátti líka stytta sér leið.
Fyrstur í mark var Þorsteinn Roy Johannsson á tímanum 15:32.

Skráning í hlaupið fór fram úr okkar björtustu vonum og fjölgaði þátttakendum milli ára um rúm 20%, en í fyrra voru 480 skráðir til leiks. Við vonumst til þess að Mottumarshlaupið nýtist sem hvatning til áframhaldandi hreyfingar. Regluleg hreyfing er mikilvægur þáttur í að draga úr líkum á krabbameinum.
Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá stemmingu sem ríkti.
Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í hlaupinu og öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd kæralega fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við góðum styrktaraðilum fyrir góðan stuðning: CCEP, Bananar ehf, Rent a party, Kópavogsbæ og ÍR.
Inni á Facebooksíðu Mottumars er myndaalbúmið „Mottumarshlaupið 2025" þar sem hægt er að nálgast enn fleiri myndir úr hlaupinu.


