Beint í efni
Úlfarsfell

Styrk­leik­ar á Úlf­ars­felli 12. - 13. októ­ber

100 Úlfarsfellstindar 2024 og Bleika slaufan standa fyrir Styrkleikum í Bleikum október.

Styrkleikarnir fara fram 12.-13. október og eru heill sólahringur af samstöðu og samkennd þar sem öllum gefst tækifæri á að sýna stuðning sinn í verki við þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Styrkleikarnir fara þannig fram að þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini, fólk sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Styrkleikarnir eru haldnir til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til að veita krabbameinsgreindum og aðstandendum ókeypis stuðning, ráðgjöf og þjónustu.
Leikarnir hefjast laugardaginn, 12. október, kl. 9:00 og gengið verður frá bílastæðinu ofan við byggðina í Úlfarsárdal. Þar verður Krabbameinsfélagið einnig með aðstöðu hluta af deginum og býður upp á heitt kaffi og kakó. Hér er kort þar sem við hittumst: https://maps.app.goo.gl/1kGsb1kfKSL6ePiL7

Við hvetjum alla til að koma klædd eftir veðri, í góðum skóm, með fullhlaðna síma og muna eftir höfuðljósi (vasaljósi)

Hér sjá þátttakendur hvaða klukkutímar eru lausir þessa 24 tíma sem við ætlum að gagna og geta í kjölfarið skráð sig á þann tíma sem hentar hverjum og einum (reynum að fylla alla 24 klukkustundirnar)  https://docs.google.com/.../1ZglAJxGBeoilItXn4AhF.../edit...

Klukkan 20:00 á laugardagskvöldið hvetjum við sem flesta til að sameinast á bílastæðinu og  ganga saman leið sem myndar „slaufu“ til  stuðnings þeim sem greinst hafa með krabbamein á lífsleiðinni. Þegar upp á Úlfarsfell er komið munum við kveikja á kertum sem þátttakendur geta keypt til stuðnings Krabbameinsfélagsins til að minnast þeirra sem fallið hafa frá og þakkað fyrir þau sem eru enn með okkur.

Til að gæta fyllsta öryggis og í leiðinni mynda táknræna ljósakeðju mælumst við til að allir komið með ljós til að lýsa leiðina upp og niður Úlfarsfellið.

Hér er kort af leiðinni„BleikaSlaufan“ https://www.strava.com/routes/3279050030550727772. Farið er upp frá bílastæðinu fáfarna leið upp á topp og svo hefðbundna leið niður bílveginn aftur niður á bílastæði. Gangan tekur frá 45mín - 1.5 klst – fer eftir hraða hvers og eins. Kjartan Long forsprakki 100 Úlfarsfelltinda mun leiða gönguna upp á topp.

Síðasta ferðin verður farin kl. 8:00 á sunnudagsmorgun. Styrkleikunum verður svo slitið kl. 9:00 á bílastæðinu ofan við byggðina í Úlfarsfellsdal.

Áheitasíðan er https://safna.krabb.is/camp.../styrkleikarnir-a-ulfarsfelli/, þar er hægt að skrá sig fyrir áheitasíðu og heita á þátttakendur. Einnig er hægt að heita á hópinn í gegnum Aur @krabb eða Aur númer 1235401900.

Krabbameinsfélagið er í samstarfi við Global Relay for Life, samtök í eigu ameríska krabbameinsfélagsins, til þess að geta haldið viðburðinn Relay for Life hér á landi. Viðburðurinn hefur fengið íslenska nafnið Styrkleikarnir sem er orðaleikur sem minnir okkur á styrkinn sem við finnum í samstöðunni, við það að ganga saman til að standa með fólki sem hefur verið snert af krabbameinum. Um er að ræða alþjóðlegan viðburð sem fer árlega fram á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum. Hátt í 10 milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári og fer sá hópur sífellt að stækka.