Slökun - Sofðu rótt II
Slökun er gott tæki til að draga úr streitu, bæta svefngæði og auka almenna vellíðan. Búðu þig undir að slaka á og svífa inn í svefninn.
Slökun þarf gjarnan að ástunda reglulega til að ná árangri og dýpt. Æfingin skapar meistarann! Passaðu að vel fari um líkamann og að hljóðið sé mátulega stillt. Sofðu vel.
Hér má hlýða á Slökun - Sofðu rótt II
Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu Krabbameinsfélagins leiðir slökunina.
Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur og þá sem misst hafa ástvin úr krabbameini, þeim að kostnaðarlausu.
Hafðu samband í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is.