Beint í efni

Mað­ur þarf að nýta hverja stund sem mað­ur fær

Eftir að eiginmaður Mínervu Gísladóttur greindist með briskrabbamein árið 2016 upplifði hún reiði og mjög mikinn kvíða fyrir framtíðinni. Alls kyns spurningar skutu upp kolllinum sem hún segir hafa verið tengt kvíða, ótta og hræðslu sem kom yfir hana.

„Ég hlúði ekki að sjálfri sér því allur minn fókus fór í að hugsa um hann og styðja við hann. Það var ekki fyrr en mér var bent á ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins að ég fann hvatningu og andlegan stuðning og allt sem maður þurfti og það var alveg frábært“.

Í framhaldinu fór hún að hlúa að sjálfri sér meðal annars með því að ganga út í náttúrunni og stunda Jóga Nidra tímana sem Krabbameinsfélagið býður uppá.

Hún segist hana heyrt mikið um manneklu og plássleysi niðri á Krabbameinsdeild sem og á Landspítalanum svo bara það að standa með sjálfri sér sé það sem skiptir mestu máli. Eftir fimm og hálft ár lést eiginmaður Mínervu úr veikindum sínum.

„Þessi reynsla hefur sýnt mér að maður þarf að nýta hverja stund sem maður fær og nýta allan þann tíma með okkar nánustu. Taka einn dag í einu og vera með í ferlinu“.

Viðtalsupptaka Mínervu Gísladóttur