Beint í efni
Mottumars 2025

Mottu­dag­ur­inn er 20. mars

Mottumars nær hámarki í dag, fimmtudaginn 20. mars, þegar Mottudagurinn er haldinn hátíðlegur.

Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Svo allir þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

 Endilega takið myndir og deilið með okkur - merkið þær mottumars og/eða senda okkur á mottumars@krabb.is