Beint í efni

Jóla­molar Krabba­meins­fé­lags­ins 2024

Gagnleg og góð ráð sem við höfum tekið saman fyrir þig til að nýta á aðventunni.

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur.

Gagnleg og góð ráð sem við höfum tekið saman fyrir þig til að nýta á aðventunni: slökun, hugleiðsla og leiðir til að losa um uppsafnaða spennu í líkamanum. Hugmyndir að því hvernig njóta megi jólakræsinganna á skynsaman máta innan um allar freistingarnar. Ásamt skemmtilegum hugmyndum af hreyfingu og útiveru.

Margir finna fyrir streitu í aðdraganda jóla
Nældu þér í góð ráð til að draga úr streitu, hægja á hugsunum og bæta svefn með hugleiðslu, Yin Yoga, bolta- og bandvefslosun.

Það þarf ekki að vera allt eða ekkert
Hugum að hollari kostum yfir hátíðirnar. Settu grænmeti, ávexti og ber í jólalegan búning og nýttu á veisluborðið þitt.

Náttúran er konfektkassi
Þiggðu mola og njóttu náttúrunnar með öllum skynfærunum þínum. Kyrrðarganga er róleg ganga í þögn þar sem þú leyfir þér að vera, sjá og heyra, snerta og finna lykt

Jólamolar Krabbameinsfélagsins eru af ýmsu tagi, m.a. myndbönd og hlaðvörp.

  • Nældu þér í mola hér.