Beint í efni

Jóla­glaðn­ing­ur frá starfs­fólki ELKO

Starfsmenn ELKO fengu að tilnefna það góðgerðarfélag sem þeir óskuðu eftir að fyrirtækið myndi styrkja fyrir jólin.

Þeir Eyþór Ólafsson, Þorsteinn Sigurður Sigurðarson, Karel Örn Einarsson og Sófus Hafsteinsson tilnefndu Krabbameinsfélagið og kom Eyþór færandi hendi til okkar í Skógarhlíðina í dag.

Það voru þau Þorri og Lóa, ráðgjafar Krabbameinsfélagsins, sem tóku við gjöfunum frá ELKO fyrir hönd félagsins auk Thelmu Björk Jónsdóttur, sem beið eftir að komast í slökun og hlakkar til að njóta enn betur með nýju hitateppi. Við þökkum ELKO kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun nýtast skjólstæðingum okkar afar vel.

Á myndinni eru frá vinstri: Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi, Eyþór Ólafsson frá ELKO, Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings og Thelma Björk Jónsdóttir.

Á myndinni eru frá vinstri: Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi, Eyþór Ólafsson frá ELKO, Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings og Thelma Björk Jónsdóttir.