Jóga Nidra
Leidd djúpslökun með aðferðum Jóga Nidra. Við mælum með að stilla hljóðið þannig að það sé mátulegt.
Komdu þér vel fyrir í liggjandi stöðu þar sem þú verður fyrir sem minnstri truflun. Láttu fara eins þægilega um þig og mögulegt er og notaðu ábreiðu ef þú þarft.
Slökun er gott tæki til að draga úr streitu, bæta svefngæði og auka almenna vellíðan. Best er að stunda slökun reglulega til að ná árangri og dýpt. Æfingin skapar meistarann! Njóttu vel.
Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu Krabbameinsfélagins leiðir slökunina.
Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur og þá sem misst hafa ástvin úr krabbameini, þeim að kostnaðarlausu.
Hafðu samband í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is.