Beint í efni

Heil­næm úti­vist og fræðsla hef­ur aft­ur göngu sína

Í samvinnu við Ferðafélag Íslands býður Krabbameinsfélagið aftur upp á námskeiðið Heilnæm útivist og fræðsla sem féll í ákaflega góðan jarðveg í vor. Námskeiðið stendur til boða þeim sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra.  

,,Það er afar ánægjulegt að geta boðið aftur upp á þessar heilnæmu göngur með fræðsluívafi." segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Hún bendir á að markmiðið sé að njóta hollrar útivistar, fræðslu og félagsskapar við fólk sem deilir reynsluheimi og stuðla þannig að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess.

,,Fjölmargir nýttu sér göngurnar og félagsskapurinn var bæði sérlega gefandi og skemmtilegur. Þrátt fyrir að margir ganga reglulega í og við höfuðborgarsvæðið þá er einstakt að njóta leiðsagnar og heyra sögur og fræðslu um gönguleiðirnar. Það gerir þetta að ómetanlegri stund".

Fararstjórn og umsjón er sem fyrr í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, fararstjórum hjá Ferðafélagi Íslands.  

Skráning og nánari lýsingu og dagskrá námskeiðsins má finna á Heilnæm útivist með fræðslu

Sjá nánar frétt um samstarfið og námskeiðið Heilnæm útivist með fræðslu