Beint í efni
Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá

Hafði COV­ID-19 áhrif á krabba­meins­grein­ingar?

Starfsfólk Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins var hluti af norrænum rannsóknarhópi sem reyndi að svara því hvort COVID-19 hafði áhrif á krabbameinsgreiningar á Norðurlöndunum.

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknarinnar þar sem farið var yfir krabbameinsnýgengi á Norðurlöndunum á árunum 2020-2021.

Nýgengistölur fyrir 2020 og 2021 voru bornar saman við nýgengistölur fyrir árin 2017-2019, eða tímabilið áður en faraldurinn skall á.

Það sást greinileg hnignun í fjölda krabbameinstilfella í fyrstu bylgju faraldursins á fyrri hluta árs 2020 hjá öllum Norðurlöndunum, en minnst á Íslandi. Fjöldinn jókst svo eftir fyrstu bylgjuna og þá hlutfallslega mest á Íslandi. Heilt yfir árið 2020 var engin hnignun í fjölda tilfella. Fækkunin í fjölda tilfella í fyrstu bylgju 2020 átti sérstaklega við um brjóstakrabbamein hjá konum og þá var áberandi að það átti sérstaklega við um konur á skimunaraldri með æxli greind á stigi 1.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að snemmtæk innleiðing á; SARS-CoV-2 prófunum, smitrakningu og sóttkví ásamt ströngu eftirliti takmarkaði útbreiðslu COVID-19 varð til að krabbameinsgreiningarvirkni heilt yfir skilaði sömu árlegu nýgengi árið 2020 og undanfarin ár.

Hér má lesa rannsóknina í heild sinni.

Hafði COVID-19 áhrif á krabbameinsgreiningar?