Beint í efni
Ástrós

Gleymdi að hlúa að sjálfri sér

Ástrós Villa Vilhelmsdóttir varð snemma upptekin af því að passa upp á systur sína, að henni og börnunum hennar liði vel og segist alltaf halda í vonina um að þau geti farið og gert eitthvað saman sem fjölskylda. Systir hennar sé hinsvegar annaðhvort í lyfjagjöf eða lasin eftir eina slíka. Í þessu ferli hafi hún gleymt að hlúa að sjálfri sér. 

Brotin á líkama og sál, leitaði Ástrós til Krabbameinsfélagsins, rétt rúmum sex árum eftir greiningu systur sinnar. Og í dag hittir hún þau Lóu hjúkrunarfræðing og Þorra sálfræðing, ráðgjafa hjá Krabbameinsfélaginu. Hún segir dásamlegt að finna hve vel sé tekið á móti henni og hve eftirfylgnin sé góð.

Hún bendir á að það skipti ekki máli hvar á landinu fólk býr, ráðgjafarnir finna ávallt þann tíma sem hentar. Að lokum ráðleggur hún öllum aðstandendum þeirra sem greinast með krabbamein að leita sér aðstoðar.