Beint í efni

Bleiki dag­ur­inn er í dag

Málum bæinn bleikann - við vitum að það hefur mikla þýðingu fyrir þá sem greinst hafa og aðstandendur þeirra að sjá fólk taka þátt og bera Bleiku slaufuna.

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að vera bleika - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleiki dagurinn - miðvikudaginn 23. október.

Ýmsar hugmyndir:

  • Bleikt morgunkaffi
  • Bleikur hádegisverður
  • Skreyta vinnustaðinn
  • Klæðast einhverju bleiku
  • Hafa verðlaun fyrir fatnað og skreytingar

Vinir Bleiku slaufunnar

Vinir Bleiku slaufunnar eru fyrirtæki sem bjóða fram tilteknar vörur og þjónustu þar sem hluti andvirðisins rennur beint til átaksins.

Sum þessara fyrirtækja leggja sig sérstaklega fram um að bjóða vöru og þjónustu í tilefni Bleika dagsins, miðvikudaginn 23. október - hér að neðan eru nokkur dæmi:

Hvetjum ykkur til að senda okkur sögur og myndir

Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar @bleikaslaufan