Beint í efni
Bleika slaufan sjósund

Aug­lýs­ing Bleiku slauf­unnar 2023

Frumsýning á auglýsingu Bleiku slaufunnar á RÚV. Birna Schram leikstýrir auglýsingu átaksins að þessu sinni. „Mamma trúði alltaf svo mikið á mig og ég er viss um að hún er stolt af mér fyrir að hafa tekið að mér þetta verkefni. Þetta skiptir mig miklu máli, ég geri þetta fyrir hana og vegna þess að það er mér hjartans mál að málefnið fái þá athygli og þann stuðning sem það á skilið.“

„Mamma trúði alltaf svo mikið á mig og ég er viss um að hún er stolt af mér fyrir að hafa tekið að mér þetta verkefni. Þetta skiptir mig miklu máli, ég geri þetta fyrir hana og vegna þess að það er mér hjartans mál að málefnið fái þá athygli og þann stuðning sem það á skilið.“

Í dag ýtum við úr vör átaki Bleiku slaufunnar, sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Auglýsing Bleiku slaufunnar 2023 var frumsýnd á RÚV rétt í þessu. Tilvitnunin hér að ofan er í Birnu Schram sem leikstýrir auglýsingu átaksins að þessu sinni. Málefnið stendur Birnu nærri en hún missti móður sína úr krabbameini í fyrra. 

Auglýsingin er með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár og segir Birna það hafa verið skemmtilegt að ýta undir þennan bleika heim sem fylgi Bleiku slaufunni og gera auglýsingu sem er upplífgandi þó umfjöllunarefnið sé viðkvæmt.

„Það er svo mikilvægt að sýna þennan hversdagslega kærleika, gleðina og þá staðreynd að þú ert aldrei ein. Þú ert ekki ein þegar þú greinist og þú ert heldur ekki ein sem aðstandandi. Við erum öll saman í þessu verkefni.“

Bleika slaufan 2023 Birna Scram

„Það var mikill heiður fyrir mig að fá að taka að mér þetta verkefni. Ég lagði mig líka 150% fram því mér finnst svo mikilvægt að stuðningur við fólk með krabbamein fái þá athygli sem það á skilið,“ segir Birna.